Færsluflokkur: Dægurmál

Nú er lag

fyrir almenning að spyrna við fótum. Ýtum pólitíkinni til hliðar og þeir sem eru skráðir í stjórnmálaflokka, segi sig úr þeim. Þannig mótmælum við Orkupakkanum.

Það er engin nauðsyn að vera skráður í stjórnmálaflokk til að geta kosið, og þetta er eina málið sem forysta flokkanna skilur. Við þurfum líka að losa okkur við Orkupakka 1og2, því að þeir hafa ekkert gert nema hækka rafmagnið hjá okkur neytendum.

Ef aðrar þjóðir vilja fá rafmagnið okkar, geta þær fengið það í formi grænmetis og annarrar framleiðsluvöru okkar.

Sýnum samstöðu og styrk okkar og látum ekki landráðamenn komast yfir auðlindir okkar.

Kveðja úr sveitinni

 


Lífeyrissjóðirnir

eru að sligast undan peningaflæðinu og eru stjórar þeirra ráðþrota með hvað á að gera við þá. En hverjir eiga þessa peninga? Ekki launþegar, það getur ekki verið. Þeir borga bara mikið og fá lítið til baka.

Ég held að það séu reiknuð 2% á ári í réttindi hjá lífeyrissjóðum, er þó ekki viss. Það væri þá hægur vandi að auka það upp í 2,5% á ári, til að minnka áhyggjur stjóranna af peningaflæðinu. Einnig mætti greiða þann mismun 10-15 ár aftur í tímann, til þeirra sem voru og eru á lífeyri núna, því það er sú kynslóð sem byggði upp lífeyrissjóðina að mestu.

Þetta er ekkert flókið.

 

 


Ég taldi sjálfsagt

 að sá milljarðahagnaður sem Ríkið fékk frá bönkunum, færi nú í innviði þjóðfélagsins, t.d. lagfæringu vegakerfisins, eflingu löggæslu, svo eitthvað sé nefnt. Nei ekki eitt orð um það, þeir bara hurfu.

Nokkrum hundraðköllum hent í lýðinn,en restin fer sennilega í auðlindasjóðinn hans Bjarna.

 

 


Grunnhyggni formanns

B.S.R.B. og aðildarfélaga þess er með eindæmum, að taka svona stóra ákvörðun í lífeyrissjóðamálinu án þess að bera það undir félagsmenn og hafa ekki nokkuð annað í hendi nema eigið mat nokkurra stjórnarmanna.

Þetta lyktar af pólitískri valdníðslu og ekkert annað. Sum þessara félaga, sem ekki vilja samþykkja þetta, þekkja af eigin raun orðheldni ríkisvaldsins í svona málum, sem er ENGIN.


Vandræðagangurinn vegna gjaldtöku

á ferðamenn ætlar að taka áratugi, eins og allt annað sem það opinbera þarf að ákvarða um.

Er ekki hægt að láta Ríkisskattstjóra prenta rúllumiða með ákveðinni upphæð, sem hann selur svo þeim ferðamannastöðum, sem fá leyfi til gjaldtöku? 

Þannig fær hann skattinn og viðkomandi staðir sjá um að lagfæra svæðið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband