9.5.2018 | 19:54
Lífeyrissjóðirnir
eru að sligast undan peningaflæðinu og eru stjórar þeirra ráðþrota með hvað á að gera við þá. En hverjir eiga þessa peninga? Ekki launþegar, það getur ekki verið. Þeir borga bara mikið og fá lítið til baka.
Ég held að það séu reiknuð 2% á ári í réttindi hjá lífeyrissjóðum, er þó ekki viss. Það væri þá hægur vandi að auka það upp í 2,5% á ári, til að minnka áhyggjur stjóranna af peningaflæðinu. Einnig mætti greiða þann mismun 10-15 ár aftur í tímann, til þeirra sem voru og eru á lífeyri núna, því það er sú kynslóð sem byggði upp lífeyrissjóðina að mestu.
Þetta er ekkert flókið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)