Færsluflokkur: Bloggar
4.5.2019 | 16:49
Nú er lag
fyrir almenning að spyrna við fótum. Ýtum pólitíkinni til hliðar og þeir sem eru skráðir í stjórnmálaflokka, segi sig úr þeim. Þannig mótmælum við Orkupakkanum.
Það er engin nauðsyn að vera skráður í stjórnmálaflokk til að geta kosið, og þetta er eina málið sem forysta flokkanna skilur. Við þurfum líka að losa okkur við Orkupakka 1og2, því að þeir hafa ekkert gert nema hækka rafmagnið hjá okkur neytendum.
Ef aðrar þjóðir vilja fá rafmagnið okkar, geta þær fengið það í formi grænmetis og annarrar framleiðsluvöru okkar.
Sýnum samstöðu og styrk okkar og látum ekki landráðamenn komast yfir auðlindir okkar.
Kveðja úr sveitinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2018 | 19:54
Lífeyrissjóðirnir
eru að sligast undan peningaflæðinu og eru stjórar þeirra ráðþrota með hvað á að gera við þá. En hverjir eiga þessa peninga? Ekki launþegar, það getur ekki verið. Þeir borga bara mikið og fá lítið til baka.
Ég held að það séu reiknuð 2% á ári í réttindi hjá lífeyrissjóðum, er þó ekki viss. Það væri þá hægur vandi að auka það upp í 2,5% á ári, til að minnka áhyggjur stjóranna af peningaflæðinu. Einnig mætti greiða þann mismun 10-15 ár aftur í tímann, til þeirra sem voru og eru á lífeyri núna, því það er sú kynslóð sem byggði upp lífeyrissjóðina að mestu.
Þetta er ekkert flókið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2017 | 16:41
Ég taldi sjálfsagt
að sá milljarðahagnaður sem Ríkið fékk frá bönkunum, færi nú í innviði þjóðfélagsins, t.d. lagfæringu vegakerfisins, eflingu löggæslu, svo eitthvað sé nefnt. Nei ekki eitt orð um það, þeir bara hurfu.
Nokkrum hundraðköllum hent í lýðinn,en restin fer sennilega í auðlindasjóðinn hans Bjarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2016 | 14:12
Sólheimasandur.
Er ekki einfaldast að fjarlægja flugvélaflakið af Sólheimasandi, heldur en allar þessar bollaleggingar um ökuhraða, bílaplan og hvað annað sem menn spekulera.
Það er kannsgi of flókið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2012 | 16:38
Smálánafyrirtækin
hafa verið gagnrýnd mikið að undanförnu fyrir okurvexti. Eðlilega. En hvað með lánastofnanir? Íbúðalán sem er veitt til 20-30 eða 40 ára með 4-5% vöxtum, verðbótum og líka verðbætur á vextina. Afborganir þessara lána eru greiddar mánaðarlega, síðan lánað aftur út á sömu kjörum og þannig koll af kolli. Hvað haldið þið að krónan sé búin að hala inn í rentur á ári. Er ekki hægt að kalla þetta glæpastarfsemi?
Ég er ekki með nein lán á minni könnu, enda stæði ég ekki undir svona greiðslubyrði af mínum eftirlaunum, en ég er hissa á að fólk skuli líða þetta enn. Setjið alþingismönnunum skilyrði, burt með verðbæturnar um næstu áramót, annars...
Þetta er búið að viðgangast í yfir þrjátíu ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2012 | 10:58
Of lítið bil á milli bíla.
Hefur kostað þjóðfélagið milljarða og örkuml margra nú síðustu áratugi, alveg síðan eftirfarandi klausa var felld úr umferðarlögunum.
Við akstur á vegi skal ökumaður gæta þess að hafa svo gott bil á milli ökutækja, að hann geti stöðvað á þriðjungi þeirrar vegalengdar, sem auð er og hindrunarlaus framundan.
Mjög skýr og góð grein, enda er ábyrgðin þess sem á eftir kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2012 | 16:06
Leggjum bílunum
Það væri frábært ef við bifreiðaeigendur gætum tekið okkur saman um að leggja bifreiðunum í nokkurn tíma í mótmælaskyni við þessum eldsneytis og skattahækkunum.
Ég er viss um að ef 2-3-4þúsund bifreiðaeigendur myndu taka númerin af og leggja þau inn til geymslu, kæmi það við kaunin á olíu og tryggingafélögum og mundi hafa áhrif á skattinn til ríkisins.
Ég skora á sem flesta að taka þetta til athugunar og vita hvort þeir geti ekki farið til vinnu á reiðhjóli, í strætó eða bara gengið.
Fyrir árs innlögn á númerum einnar bifreiðar, er hægt að kaupa tvö til þrjú reiðhjól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 16:44
Fiskveiðikvótanum
var úthlutað á sínum tíma til ýmissa aðila án greiðslu. Ef ríkissjóður innkallar kvótann núna, Þarf hann þá að greiða skaðabætur til handhafanna? Fróðlegt væri að heyra skýringar við því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)